Kínversk stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í 110 stórfyrirtækjum í Evrópu í ár. Í fyrra fjárfestu Kínverjar fyrir 17,6 milljarða dollara í erlendum tæknifyrirtækjum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjárfestu þeir í erlendum fyrirtækjum fyrir enn hærri upphæð.
Kínversk stjórnvöld hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa og fjárfesta í erlendum fyrirtækjum til að tryggja sér tæknikunnáttu, einkaleyfi og markaðshlut.
Þótt evrópsk fyrirtæki séu ekki mótfallin viðskiptunum benda þau á að mismununar gæti, að því er greint er frá á viðskiptavefnum Dagens næringsliv. Það sé eðlilegt að kínverskur fjárfestir geti keypt flugvöll í Evrópu. Óhugsandi sé hins vegar að evrópskt fyrirtæki geti gert slíkt hið sama í Kína.Jafnframt er vitnað í ummæli fulltrúa þýska iðnfyrirtækisins BASF í Kína, Jörg Wuttke, um að svo virðist sem innkaupalisti Kínverja sé langur. Það auki á áhyggjur manna um að „rauða Kína kaupi Evrópu“.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Langur innkaupalisti Kína í Evrópu
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Greiðsluáskorun
Samstarf


Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi
Viðskipti innlent

Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Jón Ólafur nýr formaður SA
Viðskipti innlent