Snargrimmur nýr Honda Civic Type-R Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 12:33 Honda Civic Type-R er sem villidýr að sjá. Honda sýnir nú þennan Honda Civic Type-R bíl á bílasýningunni í París og virðist sem þessi bíll sé tilbúinn til framleiðslu. Ekki verður sagt að þarna sé kominn býsna flottur og grimmilegur Type-R og þá er bara að vona að næsta gerð hans verði nákvæmlega svona. Honda mun einnig sýna þennan bíl á komandi bílasýningu SEMA í Las Vegas í byrjun nóvember. Bíllinn er að sjálfsögðu byggður á nýkynntri kynslóð hefðbundins Honda Civic, en breytingarnar eru svo miklar á þessum Type-R að hreinlega erfitt er að sjá skyldleikann. Þessi Type-R stendur á 20 tommu kolsvörtum álfelgum sem eru umvafin breiðum dekkjum að stærð 245 og fara þar dekk sem gerð eru fyrir mikinn hraða og átök. Yfirbygging bílsins er að hluta úr koltrefjum og risastór vindkljúfur er aftan á bílnum, sem og risastórt tvöfalt púst. Í bílnum er áfram 2,0 lítra vél sem búist er við að sé norðan megin við 300 hestöflin, en Honda hefur ekki enn gefið upp afl hennar. Hún gæti verið allt að 340 hestöfl að sögn kunnugra. Honda Civic Type-R verður smíðaður í Swindon í Bretlandi í verksmiðju sem Honda á þar.Ekki síður magnaður að framan.Vafalaust eru margir spenntir fyrir þessum nýja Honda Civic Type-R. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Honda sýnir nú þennan Honda Civic Type-R bíl á bílasýningunni í París og virðist sem þessi bíll sé tilbúinn til framleiðslu. Ekki verður sagt að þarna sé kominn býsna flottur og grimmilegur Type-R og þá er bara að vona að næsta gerð hans verði nákvæmlega svona. Honda mun einnig sýna þennan bíl á komandi bílasýningu SEMA í Las Vegas í byrjun nóvember. Bíllinn er að sjálfsögðu byggður á nýkynntri kynslóð hefðbundins Honda Civic, en breytingarnar eru svo miklar á þessum Type-R að hreinlega erfitt er að sjá skyldleikann. Þessi Type-R stendur á 20 tommu kolsvörtum álfelgum sem eru umvafin breiðum dekkjum að stærð 245 og fara þar dekk sem gerð eru fyrir mikinn hraða og átök. Yfirbygging bílsins er að hluta úr koltrefjum og risastór vindkljúfur er aftan á bílnum, sem og risastórt tvöfalt púst. Í bílnum er áfram 2,0 lítra vél sem búist er við að sé norðan megin við 300 hestöflin, en Honda hefur ekki enn gefið upp afl hennar. Hún gæti verið allt að 340 hestöfl að sögn kunnugra. Honda Civic Type-R verður smíðaður í Swindon í Bretlandi í verksmiðju sem Honda á þar.Ekki síður magnaður að framan.Vafalaust eru margir spenntir fyrir þessum nýja Honda Civic Type-R.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent