Slæm hugmynd að nappa Porsche mömmu Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 16:04 Sextán ára unglingsstrákur í Vancouver í Kanada hélt að það væri góð hugmynd að nýta sér það að móðir hans var á ferðalagi í útlöndum og skreppa í bíltúr á Porsche Cayenne jeppa hennar. Sá bíltúr endaði ekki vel eins og hér sést. Ekki nóg með það að strákurinn ók á kyrrstæðan bíl í bíltúrnum og hreinsaði næstum hjólabúnað bílsins af hægra megin, þá tókst honum einnig að dælda alla hliðina vinstra megin á bílnum við það að reyna að koma bílnum inní bílskúr. Það fórst honum ekki vel úr hendi, enda ekki hlaupið að því að stýra bíl þar sem annað framdekkið rétt hangir á bílnum. Aðförum hans var náð á myndskeið sem hér sést og það er ekki laust við að áhorfendur finni örlítið til með stráknum í bið hans eftir að mæta mömmu sinni. Ekki nóg með þau vandræði þá bíður hans einnig ákæra vegna þess að hann stakk af frá ákeyrslunni á kyrrstæða bílinn. Nokkur bið gæti orðið á því að þessi óheppni unglingur fái ökuskírteini. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Sextán ára unglingsstrákur í Vancouver í Kanada hélt að það væri góð hugmynd að nýta sér það að móðir hans var á ferðalagi í útlöndum og skreppa í bíltúr á Porsche Cayenne jeppa hennar. Sá bíltúr endaði ekki vel eins og hér sést. Ekki nóg með það að strákurinn ók á kyrrstæðan bíl í bíltúrnum og hreinsaði næstum hjólabúnað bílsins af hægra megin, þá tókst honum einnig að dælda alla hliðina vinstra megin á bílnum við það að reyna að koma bílnum inní bílskúr. Það fórst honum ekki vel úr hendi, enda ekki hlaupið að því að stýra bíl þar sem annað framdekkið rétt hangir á bílnum. Aðförum hans var náð á myndskeið sem hér sést og það er ekki laust við að áhorfendur finni örlítið til með stráknum í bið hans eftir að mæta mömmu sinni. Ekki nóg með þau vandræði þá bíður hans einnig ákæra vegna þess að hann stakk af frá ákeyrslunni á kyrrstæða bílinn. Nokkur bið gæti orðið á því að þessi óheppni unglingur fái ökuskírteini.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent