Góður kippur í veiðina í kjölfar rigninga Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2016 09:00 Fallegur hausthængur úr Langá Mynd: KL Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða. Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða.
Mest lesið Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði