Chevrolet Bolt með 383 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 09:56 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent
Chevrolet hefur birt framístöðutölur fyrir nýjan rafmagnsbíl sinn sem heitir Bolt og þar kemur meðal annars fram að bíllinn hefur 383 km drægni. Með því skákar hann tilvonandi Tesla Model 3 bíl sem komnar eru 400.000 pantanir í. Chevrolet Bolt kemur fyrr á markað en Tesla Model 3, eða seinna á þessu ári, en Tesla bíllinn á næsta ári. Tesla Model 3 bíllinn hefur þó vinninginn er kemur að verði en hann á að kosta 35.000 dollara, en Chevrolet Bolt bíllinn rétt undir 37.500 dollurum. Engu að síður má búast við því að góð sala verði í Bolt bílnum þar sem hann kemur fyrr á markað en Tesla Model 3 og ekki er um að ræða eins langan biðlista eftir honum. Chevrolet Bolt hefur næstum þrisvar sinnum meiri drægni en sá rafmagnsbíll sem Chevrolet hefur undanfarið haft í sölu, þ.e. Chevrolet Spark EV en hann er með 132 km drægni. Í Chevrolet Spark EV er 19 kWh rafhlaða en í nýjum Bolt er 60 kWh rafhlaða. Chevrolet framleiðir að auki tvo aðra bíla sem að hluta til ganga fyrir rafmagni, í formi Chevrolet Volt og Malibu Hybrid.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent