GYMKHANA 9 með Ken Block Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 14:28 Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun! Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun!
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent