Íslenskur sörfari í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 15:34 Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent