Möndlur og súkkulaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu. „Stína!“ hrópaði skjólstæðingurinn og faðmaði mig. Andartaki síðar leit hann upp og sagði, með svolítilli undrun í röddinni: „Þú lyktar eins og möndlur og súkkulaði!“ Svo saug hann djúpt upp í nefið og bætti við: „…?piparmyntusúkkulaði.“ Orðin ein og sér fleyttu mér í gegnum daginn á rennilegu hamingjuskýi en það sem vó þyngst, og það sem mun jafnframt ylja mér lengst um hjartaræturnar, var hispursleysið. Téður skjólstæðingur minn tjáði mér nákvæmlega það sem hann var að hugsa á nákvæmlega einu augnabliki, sem flögraði jafnóðum út í buskann. Engir fastreyrðir fullorðinsfjötrar. Og framvegis ætla ég að reyna að varpa þessum fjötrum af mínu eigin málbeini. Ég ætla að hrósa um leið og því lýstur niður í hugann. Ég ætla að rétta upp hönd í tíma í skólanum og spyrja spurningar, jafnvel þó að ég hafi ægilegar áhyggjur af því að hún sé katastrófískt heimskuleg. Ég ætla að standa fastar á skoðunum mínum og meiningum. Ég ætla að láta vita ef mér misbýður eitthvað og byrgja það ekki inni þangað til ég spring. Ég ætla, og ég þarf, að hætta að hugsa svona ógeðslega mikið. Það væri raunar flestum til mikilla hagsbóta að tileinka sér óheflaðan þankagang og tilgerðarleysi barnungs skjólstæðings míns, að hleypa fleiri ljósglætum inn í ömurlega vonlausa mánudaga. Að dreifa möndlum og súkkulaði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu. „Stína!“ hrópaði skjólstæðingurinn og faðmaði mig. Andartaki síðar leit hann upp og sagði, með svolítilli undrun í röddinni: „Þú lyktar eins og möndlur og súkkulaði!“ Svo saug hann djúpt upp í nefið og bætti við: „…?piparmyntusúkkulaði.“ Orðin ein og sér fleyttu mér í gegnum daginn á rennilegu hamingjuskýi en það sem vó þyngst, og það sem mun jafnframt ylja mér lengst um hjartaræturnar, var hispursleysið. Téður skjólstæðingur minn tjáði mér nákvæmlega það sem hann var að hugsa á nákvæmlega einu augnabliki, sem flögraði jafnóðum út í buskann. Engir fastreyrðir fullorðinsfjötrar. Og framvegis ætla ég að reyna að varpa þessum fjötrum af mínu eigin málbeini. Ég ætla að hrósa um leið og því lýstur niður í hugann. Ég ætla að rétta upp hönd í tíma í skólanum og spyrja spurningar, jafnvel þó að ég hafi ægilegar áhyggjur af því að hún sé katastrófískt heimskuleg. Ég ætla að standa fastar á skoðunum mínum og meiningum. Ég ætla að láta vita ef mér misbýður eitthvað og byrgja það ekki inni þangað til ég spring. Ég ætla, og ég þarf, að hætta að hugsa svona ógeðslega mikið. Það væri raunar flestum til mikilla hagsbóta að tileinka sér óheflaðan þankagang og tilgerðarleysi barnungs skjólstæðings míns, að hleypa fleiri ljósglætum inn í ömurlega vonlausa mánudaga. Að dreifa möndlum og súkkulaði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun