Skoda Octavia 20 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:04 Skoda Octavia. Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent