Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 165 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Hyundai Tucson TLe bifreiðar framleiddar á árunum 2015 og 2016.
Ástæða innköllunarinnar er sú að á sumum Tucson TLe er hætta á að húdd sé ekki nægilega fest með öryggisfestingu. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.
