Óður til pítsunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2016 07:00 Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar Duke-háskólans í Bandaríkjunum þar sem kom fram að verksmiðjustarfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf upp á pítsu frekar en hól frá yfirmanni sínum eða bónusgreiðslu í lok vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að vera endanleg staðfesting á því að pítsa er besti matur í heimi. Pítsa er samt meira en bara matur, hún er gleðigjafi. Fyrir utan að vera bragðgóð er pítsan vinur þinn. Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki og sómir sér jafnvel í litlum skömmtum á tilgerðarlegum opnunum eða hátíðum, en svo er pítsan líka meira en til í að hugga þig þegar þú ert lítil/l í þér á sunnudegi eftir átök í boltanum. Sjaldan ef aldrei hefur pítsan fengið jafnmikið pepp (náðuð þið þessum?) og í enska boltanum á síðustu leiktíð. Englandsmeistarar Leicester fengu pítsuveislu frá ítölskum þjálfara sínum í hvert sinn sem þeir héldu hreinu og á endanum stóð liðið uppi sem meistari í fyrsta sinn í sögunni. Ótrúlegt að einhverjum var ekki búið að detta þetta í hug áður. Ef þetta sannar ekki að pítsan er besti matur í heimi veit ég ekki hvað. Þarna kepptust milljónamæringar um að standa sig, vinna leiki og helst halda hreinu til þess eins að geta gætt sér á gómsætri pítsu. Þó leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi endalaust af peningum vita þeir alveg að frí pítsa er betri en önnur pítsa, alveg eins og á við um bjórinn. Pítsur. Sumir vilja ofnbakaðar með gráðosti og einhverju bulli en heiðarleg svepperónípítsa stenst enn þá allar gæða- og ánægjukröfur. Það sem ég sakna þó frá árdögum pítsunnar hér á landi er þegar Íslendingar voru ekki búnir að fatta brauðstangapælinguna og buðu upp á franskar með pítsunni. Það var (ekki) góð hugmynd frá Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar Duke-háskólans í Bandaríkjunum þar sem kom fram að verksmiðjustarfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf upp á pítsu frekar en hól frá yfirmanni sínum eða bónusgreiðslu í lok vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að vera endanleg staðfesting á því að pítsa er besti matur í heimi. Pítsa er samt meira en bara matur, hún er gleðigjafi. Fyrir utan að vera bragðgóð er pítsan vinur þinn. Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki og sómir sér jafnvel í litlum skömmtum á tilgerðarlegum opnunum eða hátíðum, en svo er pítsan líka meira en til í að hugga þig þegar þú ert lítil/l í þér á sunnudegi eftir átök í boltanum. Sjaldan ef aldrei hefur pítsan fengið jafnmikið pepp (náðuð þið þessum?) og í enska boltanum á síðustu leiktíð. Englandsmeistarar Leicester fengu pítsuveislu frá ítölskum þjálfara sínum í hvert sinn sem þeir héldu hreinu og á endanum stóð liðið uppi sem meistari í fyrsta sinn í sögunni. Ótrúlegt að einhverjum var ekki búið að detta þetta í hug áður. Ef þetta sannar ekki að pítsan er besti matur í heimi veit ég ekki hvað. Þarna kepptust milljónamæringar um að standa sig, vinna leiki og helst halda hreinu til þess eins að geta gætt sér á gómsætri pítsu. Þó leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi endalaust af peningum vita þeir alveg að frí pítsa er betri en önnur pítsa, alveg eins og á við um bjórinn. Pítsur. Sumir vilja ofnbakaðar með gráðosti og einhverju bulli en heiðarleg svepperónípítsa stenst enn þá allar gæða- og ánægjukröfur. Það sem ég sakna þó frá árdögum pítsunnar hér á landi er þegar Íslendingar voru ekki búnir að fatta brauðstangapælinguna og buðu upp á franskar með pítsunni. Það var (ekki) góð hugmynd frá Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun