Porsche Panamera kynntur með stæl í Litháen Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 10:08 Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans. Bílar video Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent
Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans.
Bílar video Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent