Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. september 2016 16:30 Max Verstappen hinn ungi var fljótur að finna taktinn á Marina Bay brautinni. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45
McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15
Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15