Rosberg: Einn af mínum bestu hringjum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2016 21:00 Þrír hröðustu menn dagsins. Ricciardo, Rosberg og Hamilton. Vísir/Getty Nico Rosberg náði í sinn sjöunda ráspól á tímabilinu á Marina Bay brautinni í dag. Hann var ósnertanlegur á nýju brautarmeti. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er afar ánægður með þennan hring. Hann er einn af mínum bestu hringjum á ferlinum. Ég hef ekki áhyggjur af Red Bull en við munum hafa augu á þeim,“ sagði alsæll Nico Rosberg eftir tímatökuna þar sem hann var í sérflokki. „Ég var nokkuð ánægður með minn hring. Við vildum ná að vera á fremstu ráslínu. Okkur tókst að koamst í þriðju lotu á ofurmjúku dekkjunum sem setur okkur í góða stöðu á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Ég náði engum góðum hringjum, helgin hefur verið erfið. Nico stóð sig einkar vel í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji í dag á Mercedes bílnum. „Ég er ekki ánægður með þetta. Jafnvægið í bílnum var ekki eins og það á að vera. Staðan er þó ekki svo slæm,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ég vissi að ég yrði að taka meiri áhættur í lok tíamtökunnar en það tókst ekki. Bíllinn er góður. Vonandi verður morgundagurinn betri. Yfirleitt er mikið um uppákomur og við getum verið heppnir með öryggisbílinn sem er afar líklegur til að koma út,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti á Ferrari. „Ég var að lyfta fætinum mikið af inngjöfinni. Ætli ég hafi ekki tapað um sex tíundu úr sekúndu á hringnum. Ég er viss um að ég hægði nóg á mér undir gulu flöggunum. Við höfum verið að glíma við mörg vandamál hingað til hér í Singapúr. Svo ég er nokkuð sáttur með að komast í þriðju lotuna,“ sagði Sergio Perez sem varð tíundi á Force India bílnum. Perez tók þó fram úr undir gulum flöggum. Slíkt gæti leitt til þess að Perez verði refsað. Williams liðið kvartaði yfir þessu við dómara keppninnar. „Ég er ánægður með þetta. Bíllinn var góður. Það eru alltaf einhverjir staðir sem maður getur tekið meiri áhættur en ég náði góðum hring. Það er gaman að sjá bílinn koma til baka. Hann hefur ekki verið samur sjálfum sér undanfarið,“ sagði Daniil Kvyat sem varð sjöundi á Toro Rosso. Kvyat virðist aðeins kominn aftur á réttan kjöl. Hann hefur átt erfitt með að fóta sig í Formúlu 1 undanfarið, eftir að hann var færður frá Red Bull til Toro Rosso. Formúla Tengdar fréttir McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30 Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg náði í sinn sjöunda ráspól á tímabilinu á Marina Bay brautinni í dag. Hann var ósnertanlegur á nýju brautarmeti. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er afar ánægður með þennan hring. Hann er einn af mínum bestu hringjum á ferlinum. Ég hef ekki áhyggjur af Red Bull en við munum hafa augu á þeim,“ sagði alsæll Nico Rosberg eftir tímatökuna þar sem hann var í sérflokki. „Ég var nokkuð ánægður með minn hring. Við vildum ná að vera á fremstu ráslínu. Okkur tókst að koamst í þriðju lotu á ofurmjúku dekkjunum sem setur okkur í góða stöðu á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Ég náði engum góðum hringjum, helgin hefur verið erfið. Nico stóð sig einkar vel í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji í dag á Mercedes bílnum. „Ég er ekki ánægður með þetta. Jafnvægið í bílnum var ekki eins og það á að vera. Staðan er þó ekki svo slæm,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði á Red Bull bílnum. „Ég vissi að ég yrði að taka meiri áhættur í lok tíamtökunnar en það tókst ekki. Bíllinn er góður. Vonandi verður morgundagurinn betri. Yfirleitt er mikið um uppákomur og við getum verið heppnir með öryggisbílinn sem er afar líklegur til að koma út,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti á Ferrari. „Ég var að lyfta fætinum mikið af inngjöfinni. Ætli ég hafi ekki tapað um sex tíundu úr sekúndu á hringnum. Ég er viss um að ég hægði nóg á mér undir gulu flöggunum. Við höfum verið að glíma við mörg vandamál hingað til hér í Singapúr. Svo ég er nokkuð sáttur með að komast í þriðju lotuna,“ sagði Sergio Perez sem varð tíundi á Force India bílnum. Perez tók þó fram úr undir gulum flöggum. Slíkt gæti leitt til þess að Perez verði refsað. Williams liðið kvartaði yfir þessu við dómara keppninnar. „Ég er ánægður með þetta. Bíllinn var góður. Það eru alltaf einhverjir staðir sem maður getur tekið meiri áhættur en ég náði góðum hring. Það er gaman að sjá bílinn koma til baka. Hann hefur ekki verið samur sjálfum sér undanfarið,“ sagði Daniil Kvyat sem varð sjöundi á Toro Rosso. Kvyat virðist aðeins kominn aftur á réttan kjöl. Hann hefur átt erfitt með að fóta sig í Formúlu 1 undanfarið, eftir að hann var færður frá Red Bull til Toro Rosso.
Formúla Tengdar fréttir McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30 Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15
Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 16. september 2016 16:30
Nico Rosberg á ráspól | Vettel aftastur Nico Rosberg á Mercedes mun ræsa fremstur í Singapúr kappastrinum á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 17. september 2016 13:53
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15