Engir dísilbílar Volkswagen til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 09:32 Engis Volkswagen bílar með dísilvél verða seldir á næstunni í Bandaríkjunum. Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent