186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2016 10:45 Tekist á við lax í Djúpós í Ytri Rangá Ytri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin á þessu tímabili sem er þó ekki lokið en það er ljóst að áin á eftir að klára sumarið á toppnum. Fluguveiðitímabilinu er lokið og nú má veiða á maðk samhliða flugunni. Það var heldur betur líflegt á bökkunum þegar á fyrstu vakt eftir að maðkurinn fór út í en alls var 186 löxum landað. Það er mikill fiskur í ánni og ennþá er meira en mánuður eftir af tímabilinu svo áinn á mikið inni. Síðustu tölur úr ánni, sem reyndar eru síðan á miðvikudaginn, gáfu upp 6.309 laxa heildarveiði en hún verður líklega dottin í um 7.000 laxa þegar næsta samantekt hjá Landssambandi Veiðifélaga fer fram næsta miðvikudag. Það er þegar orðin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum á næsta ári og mikill fjöldi veiðimanna sem hefur verið að veiða í sumar bókar sína daga aftur að ári. Veiðin róaðist aðeins síðustu tvær vikurnar enda hefur verið afar gott veður á landinu sem gerði veiðimönnum veiðina heldur erfiða. Það er ennþá nokkur fiskur að ganga í Ytri Rangá til viðbótar því magni sem er í ánni svo þeir sem eiga bókaða daga í haust eiga gott í vændum. Mest lesið Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði
Ytri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin á þessu tímabili sem er þó ekki lokið en það er ljóst að áin á eftir að klára sumarið á toppnum. Fluguveiðitímabilinu er lokið og nú má veiða á maðk samhliða flugunni. Það var heldur betur líflegt á bökkunum þegar á fyrstu vakt eftir að maðkurinn fór út í en alls var 186 löxum landað. Það er mikill fiskur í ánni og ennþá er meira en mánuður eftir af tímabilinu svo áinn á mikið inni. Síðustu tölur úr ánni, sem reyndar eru síðan á miðvikudaginn, gáfu upp 6.309 laxa heildarveiði en hún verður líklega dottin í um 7.000 laxa þegar næsta samantekt hjá Landssambandi Veiðifélaga fer fram næsta miðvikudag. Það er þegar orðin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum á næsta ári og mikill fjöldi veiðimanna sem hefur verið að veiða í sumar bókar sína daga aftur að ári. Veiðin róaðist aðeins síðustu tvær vikurnar enda hefur verið afar gott veður á landinu sem gerði veiðimönnum veiðina heldur erfiða. Það er ennþá nokkur fiskur að ganga í Ytri Rangá til viðbótar því magni sem er í ánni svo þeir sem eiga bókaða daga í haust eiga gott í vændum.
Mest lesið Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði