Ford Focus RS breyttur af Hennessey er 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 09:08 Ford Focus RS. Ford Focus RS er 350 hestafla tryllitæki sem í leiðinni er fremur lítill bíll. Því er eins og að bera í bakkafullan lækinn að auka afl hans, en það hefur breytingafyrirtækið Hennessey í Bandaríkjunum þó gert og komið honum í 400 hestöfl. Salan á þessum breyttu Focus RS bílum hefst eftir um mánuð og eru þessir bílar 4.995 dollurum dýrari en grunngerðin. Þeir sem treysta sér hinsvegar til að kaupa eingöngu íhlutina frá Hennessey og sjá um breytinguna sjálfir þurfa að reiða fram 2.995 dollara. Ford Focus RS er fremur ódýr bíll miðað við gríðarlegt afl hans og kostar hann 36.995 dollara vestanhafs, eða innan við 4,4 milljónir króna, en hér á landi selur Brimborg hann á 6.990.000 kr. Hennessey segir að þó svo hámarksaflaukning bílsins sé 50 hestöfl þá sé hún 75 hestöfl á meðalhröðum snúningi vélarinnar og að tog hennar sé þar 80 Nm meira. Þess vegna sé bíllinn talsvert öflugri en grunngerðin og fyrir því finnist. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent
Ford Focus RS er 350 hestafla tryllitæki sem í leiðinni er fremur lítill bíll. Því er eins og að bera í bakkafullan lækinn að auka afl hans, en það hefur breytingafyrirtækið Hennessey í Bandaríkjunum þó gert og komið honum í 400 hestöfl. Salan á þessum breyttu Focus RS bílum hefst eftir um mánuð og eru þessir bílar 4.995 dollurum dýrari en grunngerðin. Þeir sem treysta sér hinsvegar til að kaupa eingöngu íhlutina frá Hennessey og sjá um breytinguna sjálfir þurfa að reiða fram 2.995 dollara. Ford Focus RS er fremur ódýr bíll miðað við gríðarlegt afl hans og kostar hann 36.995 dollara vestanhafs, eða innan við 4,4 milljónir króna, en hér á landi selur Brimborg hann á 6.990.000 kr. Hennessey segir að þó svo hámarksaflaukning bílsins sé 50 hestöfl þá sé hún 75 hestöfl á meðalhröðum snúningi vélarinnar og að tog hennar sé þar 80 Nm meira. Þess vegna sé bíllinn talsvert öflugri en grunngerðin og fyrir því finnist.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent