Stærsta hraðhleðslustöð í heimi opnar í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:30 Hraðhleðslustöðin í Nebbenes. Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent