Flaug 115 metra yfir draugabæ Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 13:23 Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent