Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz lýsir yfir dauða nýfrjálshyggju Sæunn Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Joseph Stiglitz segir nýfrjálshyggju dauða Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira