Framleiðsla Ford GT framlengd um 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 10:56 Ford GT bílarnir verða vafalaust dýrmæt söfnunareintök. Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent
Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent