Eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims kaupir Medivation Sæunn Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2016 11:37 Höfuðstöðvar Pfizer í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Forsvarsmenn lyfjarisans Pfizer tilkynntu í dag að fyrirtækið muni kaupa krabbameinslyfjafyrirtækið Medivation fyrir 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna. Hluthafar í Medivation fá 81,5 dollara á hvern hlut í reiðufé. Ian Read, framkvæmdastjóri Pfizer, segir í tilkynningu að yfirtakan muni strax ýta undir tekjuvöxt og auka tekjumöguleika Pfizer. Fjárfestar virðast taka vel í fréttirnar en í viðskiptum fyrir markaðsopnun hefur gengi hlutabréfa í Medivation hækkað um 19,95 prósent í kjölfar tilkynningarinnar. Medivation hefur lengi átt hug stærri fyrirtækja þar sem fyrirtækið framleiðir lyf fyrir sjúklinga sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli. Lyf Medivation, Xtandi, veltir nú þegar tveimur milljörðum dollara, eða 233 milljörðum íslenskra króna, árlega. Bandaríska fyrirtækið Pfizer er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims. Á síðasta ári reyndu forsvarsmenn þess að kaupa annan lyfjarisa, Allergan, en hætt var við yfirtökuna í apríl á þessu ári vegna breyttum reglum í bandaríkjunum. Krabbameinslyf velta hvað mestu innan lyfjafyrirtækja, sala á krabbameinslyfjum nemur um 80 milljörðum dollara á ári og hefur vöxtur á sölu numið um tíu prósentum árlega. Tengdar fréttir Stærsti samruni lyfjafyrirtækja í sögunni Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta. 24. nóvember 2015 07:00 Hætt við stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar Samruninn var metinn á 160 milljarða dollara, jafnvirði 19.800 milljarða íslenskra króna. 6. apríl 2016 14:00 2015 metár í yfirtökum Árið 2015 hefur verið metár í yfirtökum fyrirtækja. Með yfirtöku Pfizer á Allergan, sem tilkynnt var um á mánudaginn, nema yfirtökurnar 4.200 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 555 þúsund milljarða íslenskra króna. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn lyfjarisans Pfizer tilkynntu í dag að fyrirtækið muni kaupa krabbameinslyfjafyrirtækið Medivation fyrir 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna. Hluthafar í Medivation fá 81,5 dollara á hvern hlut í reiðufé. Ian Read, framkvæmdastjóri Pfizer, segir í tilkynningu að yfirtakan muni strax ýta undir tekjuvöxt og auka tekjumöguleika Pfizer. Fjárfestar virðast taka vel í fréttirnar en í viðskiptum fyrir markaðsopnun hefur gengi hlutabréfa í Medivation hækkað um 19,95 prósent í kjölfar tilkynningarinnar. Medivation hefur lengi átt hug stærri fyrirtækja þar sem fyrirtækið framleiðir lyf fyrir sjúklinga sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli. Lyf Medivation, Xtandi, veltir nú þegar tveimur milljörðum dollara, eða 233 milljörðum íslenskra króna, árlega. Bandaríska fyrirtækið Pfizer er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims. Á síðasta ári reyndu forsvarsmenn þess að kaupa annan lyfjarisa, Allergan, en hætt var við yfirtökuna í apríl á þessu ári vegna breyttum reglum í bandaríkjunum. Krabbameinslyf velta hvað mestu innan lyfjafyrirtækja, sala á krabbameinslyfjum nemur um 80 milljörðum dollara á ári og hefur vöxtur á sölu numið um tíu prósentum árlega.
Tengdar fréttir Stærsti samruni lyfjafyrirtækja í sögunni Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta. 24. nóvember 2015 07:00 Hætt við stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar Samruninn var metinn á 160 milljarða dollara, jafnvirði 19.800 milljarða íslenskra króna. 6. apríl 2016 14:00 2015 metár í yfirtökum Árið 2015 hefur verið metár í yfirtökum fyrirtækja. Með yfirtöku Pfizer á Allergan, sem tilkynnt var um á mánudaginn, nema yfirtökurnar 4.200 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 555 þúsund milljarða íslenskra króna. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærsti samruni lyfjafyrirtækja í sögunni Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta. 24. nóvember 2015 07:00
Hætt við stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar Samruninn var metinn á 160 milljarða dollara, jafnvirði 19.800 milljarða íslenskra króna. 6. apríl 2016 14:00
2015 metár í yfirtökum Árið 2015 hefur verið metár í yfirtökum fyrirtækja. Með yfirtöku Pfizer á Allergan, sem tilkynnt var um á mánudaginn, nema yfirtökurnar 4.200 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 555 þúsund milljarða íslenskra króna. 26. nóvember 2015 07:00