Mikil fækkun ferðamanna í París Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2016 13:14 Við bakka Signu í frönsku höfuðborginni París. Vísir/Getty Hryðjuverkaárásir, tíð verkföll og flóð hafa meðal annars leitt til að fjöldi ferðamanna sem hafa lagt leið sína til frönsku höfuðborgarinnar Parísar hefur verulega dregist saman. Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áætlað er að um sextán milljónir ferðamanna leggi leið sína til Parísar á hverju ári og er borgin einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heimi.Í frétt BBC kemur fram að borgin verði af um 100 milljörðum króna vegna fækkunarinnar. Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þannig vinna um hálf milljón manna í ferðaþjónustu í Ile-de-France héraði, þar sem París er meðal annars að finna. Ferðamönnum fækkaði nokkuð eftir að íslamskir hryðjuverkamenn bönuðu 130 manns í samhæfðum árásum í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum frá ferðamálayfirvöldum í héraðinu hefur ferðamönnum frá Japan fækkað um 46,2 prósent á milli ára, ferðamönnum frá Rússlandi um 35 prósent og ferðamönnum frá Kína um tæp tuttugu prósent. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hryðjuverkaárásir, tíð verkföll og flóð hafa meðal annars leitt til að fjöldi ferðamanna sem hafa lagt leið sína til frönsku höfuðborgarinnar Parísar hefur verulega dregist saman. Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áætlað er að um sextán milljónir ferðamanna leggi leið sína til Parísar á hverju ári og er borgin einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heimi.Í frétt BBC kemur fram að borgin verði af um 100 milljörðum króna vegna fækkunarinnar. Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þannig vinna um hálf milljón manna í ferðaþjónustu í Ile-de-France héraði, þar sem París er meðal annars að finna. Ferðamönnum fækkaði nokkuð eftir að íslamskir hryðjuverkamenn bönuðu 130 manns í samhæfðum árásum í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum frá ferðamálayfirvöldum í héraðinu hefur ferðamönnum frá Japan fækkað um 46,2 prósent á milli ára, ferðamönnum frá Rússlandi um 35 prósent og ferðamönnum frá Kína um tæp tuttugu prósent.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira