Bill Gates sífellt ríkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:30 Bill Gates er ríkasti maður heims. Vísir/AFP Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent