Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. ágúst 2016 14:30 Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli. Vísir/Getty Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við. Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við.
Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30
Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15
Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti