Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018.
Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.
