Dominos kynnir pítsusendladróna til sögunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2016 14:10 Framtíðin er á leiðinni og hún lítur svona út. Mynd/ Dominos á Nýja Sjálandi Dominos í Nýja-Sjálandi þróar nú leiðir til þess að senda pítsur til svangra viðskiptavina sinna þar í landi með hjálp dróna. Mun fyrirtækið hefja sendingar af þessu tagi síðar á árinu en fyrirtækið starfar með bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun dróna. „Við höfum alltaf sagt að það er eiginlega óskiljanlegt að nota tveggja tonna tæki til þess að senda tveggja kílóa pöntun,“ sagði Don Meji, framkvæmdastjóri Dominos í Nýja-Sjálandi. Stefnt er að því að Nýja-Sjáland ríði á vaðið áður en þjónustan verður kynnt til leiks í Ástralíu, Frakklandi, Hollandi, Japan og Þýskalandi. Andfætlingar okkar virðast vera ansi hugmyndaríkir þegar kemur að því að senda pizzur en fyrr á árinu kynnti Dominos í Ástralíu sérstakt pítsusendlavélmenni. Meji segir að stefnt sé að því að viðskiptavinir panti pítsur í gegnum síma og muni dróninn svo komast á áætlunarstað með því að fylgja GPS-merkjum frá síma viðskiptavinarins. Tengdar fréttir Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dominos í Nýja-Sjálandi þróar nú leiðir til þess að senda pítsur til svangra viðskiptavina sinna þar í landi með hjálp dróna. Mun fyrirtækið hefja sendingar af þessu tagi síðar á árinu en fyrirtækið starfar með bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun dróna. „Við höfum alltaf sagt að það er eiginlega óskiljanlegt að nota tveggja tonna tæki til þess að senda tveggja kílóa pöntun,“ sagði Don Meji, framkvæmdastjóri Dominos í Nýja-Sjálandi. Stefnt er að því að Nýja-Sjáland ríði á vaðið áður en þjónustan verður kynnt til leiks í Ástralíu, Frakklandi, Hollandi, Japan og Þýskalandi. Andfætlingar okkar virðast vera ansi hugmyndaríkir þegar kemur að því að senda pizzur en fyrr á árinu kynnti Dominos í Ástralíu sérstakt pítsusendlavélmenni. Meji segir að stefnt sé að því að viðskiptavinir panti pítsur í gegnum síma og muni dróninn svo komast á áætlunarstað með því að fylgja GPS-merkjum frá síma viðskiptavinarins.
Tengdar fréttir Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dominos þróar pítsusendlavélmenni Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. 19. mars 2016 15:55