Hann látti mig gera það Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. Jóhannes var mikilvægur þátttakandi í falli ráðherrans en hann lét hann ekki gera neitt. Þegar maður er spurður einfaldrar spurningar er manni í sjálfsvald sett hvort maður kýs að segja satt eða reynir að skrökva. Sigmundur Davíð kaus að skrökva í trausti þess að viðmælandinn vissi ekki hið rétta í málinu. Það val reyndist afdrifaríkt. Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson og hvað þá RÚV, Evrópusambandið eða George Soros sem valdi fyrir ráðherrann. Kannski var þetta gildra, kannski ámælisvert launsátur eins og málpípur Sigmundar hafa sagt – kannski ekki – en það breytir engu um hitt, að Sigmundur valdi sjálfur að skrökva.Sjálfsorðaábyrgð Eins og Abraham Lincoln sagði: Það er hægt að blekkja alla stundum og það er hægt að blekkja suma alltaf en maður getur ekki blekkt alla alltaf. Hafi maður einu sinni orðið uppvís að því að reyna að skrökva upp í opið geðið á blaðamanni – og sú tilraun farið um heiminn og orðið alræmd – hefur fólk enga sérstaka ástæðu til að leggja trúnað á það sem maður hefur að segja eftir það. Allra síst ef maður reynir að koma sökinni á þann sem maður reyndi að blekkja; hann látti mig gera það. Það var ekki Washington Post sem stóð fyrir Watergate-málinu. Og það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson – og ekki einu sinni RÚV – sem bjó til félagið Wintris. Það var ekki Jóhannes sem skapaði leyndina um það félag. Og sé það rétt, að ekkert hafi verið athugavert við þessa aflandseyjaeign þeirra hjóna – hví þá allt þetta pukur? Hví þessi leynd? Það er í sjálfu sér ekki ámælisvert að vera auðugur en við gerum þá kröfu til þeirra sem bjóðast til að leiða þjóðina að koma hreint fram. Jóhannes hafði sem sé komist á snoðir um þessa stórfrétt sem blaðamaður og þurfti því að ræða það við forsætisráðherrann þáverandi – hefði hann stungið upplýsingunum undir stól hefði hann verið að bregðast skyldum sínum. Eina leiðin til að fá forsætisráðherrann til að ræða þetta var sú að ginna hann í viðtal við sænskan sjónvarpsmann um það hversu andvígur hann væri aflandseyjafélögum. Aftur: Það var ekki verk Jóhannesar að Sigmundur Davíð skyldi kjósa að koma fram sem eindreginn andstæðingur slíkra fjármálaumsvifa og talsmaður þess að treysta íslensku krónunni og íslenskum bönkum fyrir eignum sínum. Það var ekki tilbúningur Jóhannesar að Sigmundur neitaði því að þau hjónin ættu slíka reikninga við sænska blaðamanninn. Sigmundur kann að hafa gengið í gildru, en hann arkaði sjálfur í hana.Nýtt framboð? Um helgina var borið í hvert hús viðtal í Morgunblaðinu við Önnu S. Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs, þar sem þeim sjónarmiðum er haldið á lofti að Wintris-málið sé samsæri til að fella þennan öfluga leiðtoga sem staðið hafi í lappirnar – (sem hann gerði einmitt ekki í viðtalinu fræga, heldur sá undir iljar honum). Ekki vitum við enn hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að gera að sínum þann málstað þeirra hjóna að hér hafi ólíkir hópar og stofnanir tekið saman höndum um að koma honum fyrir kattarnef en hitt sýnist ljóst að Morgunblaðið hefur af krafti tekið undir sjónarmið þeirra hjóna. Daginn fyrir viðtalið hafði birst opnugrein eftir Hannes H. Gissurarson um frelsun Eystrasaltsþjóðanna undan oki kommúnismans, þar sem Davíð Oddsson var hafður í aðalhlutverki, bæði í frásögn og með stórri myndbirtingu, en minna gert úr hlut Jóns Baldvins sem þó gegndi lykilhlutverki í þeim atburðum. Síðast þegar Davíð birti í blaði sínu slíkt konungslof frá skáldi sínu var hann á leið í forsetaframboð. Vera má að þessi opnugrein sé til vitnis um að tíðinda sé að vænta af stjórnmálaþátttöku Davíðs. Gæti hugsast að þeir nafnar og samherjar hyggi á sameiginlegt framboð últrahægriaflanna fari svo að Sigmundur hrökklist úr formannsstarfi í Framsókn? Það yrði dálaglegt. En kannski óþarfi að fimbulfamba um það, að svo stöddu. Í þessu máli öllu er nóg af fimbulfambi en fáar staðreyndir. En þær eru þarna samt: Hjónin geymdu peninga sína á aflandsreikningum; Sigmundur Davíð neitaði tilvist þeirra reikninga og reyndi að skrökva að sænskum sjónvarpsmanni, gekk svo út þegar hið sanna kom í ljós; eiginkona hans var kröfuhafi á föllnu bankana; því var leynt. Og svo er rétt að muna líka, að „leiðréttingin“ var ekki fjármögnuð með skatti á „hrægamma“ (þ.e.a.s. þau hjónin) heldur með lækkun vaxtabóta og barnabóta og af sameiginlegum sjóðum, auk þess sem fólki var leyft að eyða strax sparnaði sem átti að vera til elliáranna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. Jóhannes var mikilvægur þátttakandi í falli ráðherrans en hann lét hann ekki gera neitt. Þegar maður er spurður einfaldrar spurningar er manni í sjálfsvald sett hvort maður kýs að segja satt eða reynir að skrökva. Sigmundur Davíð kaus að skrökva í trausti þess að viðmælandinn vissi ekki hið rétta í málinu. Það val reyndist afdrifaríkt. Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson og hvað þá RÚV, Evrópusambandið eða George Soros sem valdi fyrir ráðherrann. Kannski var þetta gildra, kannski ámælisvert launsátur eins og málpípur Sigmundar hafa sagt – kannski ekki – en það breytir engu um hitt, að Sigmundur valdi sjálfur að skrökva.Sjálfsorðaábyrgð Eins og Abraham Lincoln sagði: Það er hægt að blekkja alla stundum og það er hægt að blekkja suma alltaf en maður getur ekki blekkt alla alltaf. Hafi maður einu sinni orðið uppvís að því að reyna að skrökva upp í opið geðið á blaðamanni – og sú tilraun farið um heiminn og orðið alræmd – hefur fólk enga sérstaka ástæðu til að leggja trúnað á það sem maður hefur að segja eftir það. Allra síst ef maður reynir að koma sökinni á þann sem maður reyndi að blekkja; hann látti mig gera það. Það var ekki Washington Post sem stóð fyrir Watergate-málinu. Og það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson – og ekki einu sinni RÚV – sem bjó til félagið Wintris. Það var ekki Jóhannes sem skapaði leyndina um það félag. Og sé það rétt, að ekkert hafi verið athugavert við þessa aflandseyjaeign þeirra hjóna – hví þá allt þetta pukur? Hví þessi leynd? Það er í sjálfu sér ekki ámælisvert að vera auðugur en við gerum þá kröfu til þeirra sem bjóðast til að leiða þjóðina að koma hreint fram. Jóhannes hafði sem sé komist á snoðir um þessa stórfrétt sem blaðamaður og þurfti því að ræða það við forsætisráðherrann þáverandi – hefði hann stungið upplýsingunum undir stól hefði hann verið að bregðast skyldum sínum. Eina leiðin til að fá forsætisráðherrann til að ræða þetta var sú að ginna hann í viðtal við sænskan sjónvarpsmann um það hversu andvígur hann væri aflandseyjafélögum. Aftur: Það var ekki verk Jóhannesar að Sigmundur Davíð skyldi kjósa að koma fram sem eindreginn andstæðingur slíkra fjármálaumsvifa og talsmaður þess að treysta íslensku krónunni og íslenskum bönkum fyrir eignum sínum. Það var ekki tilbúningur Jóhannesar að Sigmundur neitaði því að þau hjónin ættu slíka reikninga við sænska blaðamanninn. Sigmundur kann að hafa gengið í gildru, en hann arkaði sjálfur í hana.Nýtt framboð? Um helgina var borið í hvert hús viðtal í Morgunblaðinu við Önnu S. Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs, þar sem þeim sjónarmiðum er haldið á lofti að Wintris-málið sé samsæri til að fella þennan öfluga leiðtoga sem staðið hafi í lappirnar – (sem hann gerði einmitt ekki í viðtalinu fræga, heldur sá undir iljar honum). Ekki vitum við enn hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að gera að sínum þann málstað þeirra hjóna að hér hafi ólíkir hópar og stofnanir tekið saman höndum um að koma honum fyrir kattarnef en hitt sýnist ljóst að Morgunblaðið hefur af krafti tekið undir sjónarmið þeirra hjóna. Daginn fyrir viðtalið hafði birst opnugrein eftir Hannes H. Gissurarson um frelsun Eystrasaltsþjóðanna undan oki kommúnismans, þar sem Davíð Oddsson var hafður í aðalhlutverki, bæði í frásögn og með stórri myndbirtingu, en minna gert úr hlut Jóns Baldvins sem þó gegndi lykilhlutverki í þeim atburðum. Síðast þegar Davíð birti í blaði sínu slíkt konungslof frá skáldi sínu var hann á leið í forsetaframboð. Vera má að þessi opnugrein sé til vitnis um að tíðinda sé að vænta af stjórnmálaþátttöku Davíðs. Gæti hugsast að þeir nafnar og samherjar hyggi á sameiginlegt framboð últrahægriaflanna fari svo að Sigmundur hrökklist úr formannsstarfi í Framsókn? Það yrði dálaglegt. En kannski óþarfi að fimbulfamba um það, að svo stöddu. Í þessu máli öllu er nóg af fimbulfambi en fáar staðreyndir. En þær eru þarna samt: Hjónin geymdu peninga sína á aflandsreikningum; Sigmundur Davíð neitaði tilvist þeirra reikninga og reyndi að skrökva að sænskum sjónvarpsmanni, gekk svo út þegar hið sanna kom í ljós; eiginkona hans var kröfuhafi á föllnu bankana; því var leynt. Og svo er rétt að muna líka, að „leiðréttingin“ var ekki fjármögnuð með skatti á „hrægamma“ (þ.e.a.s. þau hjónin) heldur með lækkun vaxtabóta og barnabóta og af sameiginlegum sjóðum, auk þess sem fólki var leyft að eyða strax sparnaði sem átti að vera til elliáranna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun