Handboltamaðurinn Elvar Friðriksson hefur skrifað undir samning við Gróttu og mun leika með Seltirningum í Olís-deildinni í vetur.
Elvar, sem er þrítugur, kemur til Gróttu frá Val sem hann hefur leikið með lengst af ferilsins. Elvar hefur einnig leikið sem atvinnumaður með Lemvig og Hammarby.
Elvar, sem getur bæði spilað sem leikstjórnandi og skytta, kemur til með að styrkja lið Gróttu sem hefur misst skytturnar Viggó Kristjánsson og Daða Laxdal Gautason í sumar.
Grótta endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og féll svo úr leik fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Elvar á Nesið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



