Óttast að stjórnvöld geti lítið hjálpað Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Í minnisblaðinu segir að vöxtur sé lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. vísir/afp Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira