Nýjar vélar BMW öflugri, sparsamari og menga minna Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 09:01 Þriggja, fjögurra og sex strokka vélar BMW. BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent