Fullkomið ástand BMW bíls Elvis Presley Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 10:30 BMW 507 bíll Elvis í sínu rétta umhverfi. Eftir tveggja ára yfirhalningu hjá BMW Classic deildinni lítur BMW 507 bíll sem áður var í eigu Elvis Presley svona út, það er eins og nýr. Hann hefur verið gerður upp af mikilli kostgæfni og verður til sýnis meðal annarra gamalla bíla BMW á bílasafni BMW í Þýskalandi, en fyrst á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni þann 18. ágúst. Bíllinn er nú að sögn BMW Classic manna í fullkomlega sama ástandi og þegar Elvis keypti hann nýjan og svo langt gekk BMW við uppgerð hans að hann var sprautaður með sömu aðferðum og með sömu efnum og notuð voru fyrir sextíu árum. BMW 507 bíllinn er af árgerð 1958 og Elvis Presley fékk hann afhentan þann 20. desember það sama ár. Í vélinni er áfram sama 150 hestafla V8, 3,2 lítra vélin og var í honum í upphafi, en í uppgerð hennar voru bæði notaði eldri og yngri varahlutir. Liturinn á bílnum er svokallaður Feather White og innrétting bílsins er hvít og svört. BMW 507 var einn af allra bestu og dýrustu sportbílum sem hægt var að festa kaup á þegar Elvis festi sér þetta eintak og eru þau eintök sem enn eru til af þessari bílgerð rándýrir söfnunargripir. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Eftir tveggja ára yfirhalningu hjá BMW Classic deildinni lítur BMW 507 bíll sem áður var í eigu Elvis Presley svona út, það er eins og nýr. Hann hefur verið gerður upp af mikilli kostgæfni og verður til sýnis meðal annarra gamalla bíla BMW á bílasafni BMW í Þýskalandi, en fyrst á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni þann 18. ágúst. Bíllinn er nú að sögn BMW Classic manna í fullkomlega sama ástandi og þegar Elvis keypti hann nýjan og svo langt gekk BMW við uppgerð hans að hann var sprautaður með sömu aðferðum og með sömu efnum og notuð voru fyrir sextíu árum. BMW 507 bíllinn er af árgerð 1958 og Elvis Presley fékk hann afhentan þann 20. desember það sama ár. Í vélinni er áfram sama 150 hestafla V8, 3,2 lítra vélin og var í honum í upphafi, en í uppgerð hennar voru bæði notaði eldri og yngri varahlutir. Liturinn á bílnum er svokallaður Feather White og innrétting bílsins er hvít og svört. BMW 507 var einn af allra bestu og dýrustu sportbílum sem hægt var að festa kaup á þegar Elvis festi sér þetta eintak og eru þau eintök sem enn eru til af þessari bílgerð rándýrir söfnunargripir.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent