Ávöxtunarkrafa neikvæð í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Lausafjárstaða Bretlands er sögð áhættusöm. vísir/afp Ávöxtunarkrafa á breskum ríkisskuldabréfum lækkaði í gær og varð neikvæð eftir að Englandsbanki náði ekki markmiðum sínum í kaupum á nýjum skuldabréfum. Bankinn var með áætlun um að kaupa ríkisskuldabréf sem hluta af peningalegri slökun (e. quantitative easing), stefnu til að örva hagvöxt. Bankinn fann ekki nógu marga seljendur til að ná markmiði sínu upp á 1,17 milljarða punda. Skuldabréf með gjalddaga 2019 og 2020 voru í kjölfarið með neikvæða kröfu, eða -0,1 prósent. Jonty Bloom, viðskiptablaðamaður hjá BBC, segir að breska hagkerfið standi frammi fyrir áhættusamri lausafjárstöðu. Englandsbanki óttist mjög áhrif af ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið og sé þess vegna að lækka stýrivexti og reyna að auka fjármagn í hagkerfinu með kaupum á skuldabréfunum. Hins vegar sé það þannig að því meira sem Englandsbanki reyni að setja aukið fé inn í hagkerfið því meira vilji fjárfestar setja peningana sína í öruggar fjárfestingar sem komi ekki af stað hreyfingu í hagkerfinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ávöxtunarkrafa á breskum ríkisskuldabréfum lækkaði í gær og varð neikvæð eftir að Englandsbanki náði ekki markmiðum sínum í kaupum á nýjum skuldabréfum. Bankinn var með áætlun um að kaupa ríkisskuldabréf sem hluta af peningalegri slökun (e. quantitative easing), stefnu til að örva hagvöxt. Bankinn fann ekki nógu marga seljendur til að ná markmiði sínu upp á 1,17 milljarða punda. Skuldabréf með gjalddaga 2019 og 2020 voru í kjölfarið með neikvæða kröfu, eða -0,1 prósent. Jonty Bloom, viðskiptablaðamaður hjá BBC, segir að breska hagkerfið standi frammi fyrir áhættusamri lausafjárstöðu. Englandsbanki óttist mjög áhrif af ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið og sé þess vegna að lækka stýrivexti og reyna að auka fjármagn í hagkerfinu með kaupum á skuldabréfunum. Hins vegar sé það þannig að því meira sem Englandsbanki reyni að setja aukið fé inn í hagkerfið því meira vilji fjárfestar setja peningana sína í öruggar fjárfestingar sem komi ekki af stað hreyfingu í hagkerfinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira