Range Rover Autobiography sá öflugasti frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 09:54 Range Rover Autobiography er mikill kostagripur og kostar líka sitt. Land Rover fyrirtækið býður nú Range Rover bílinn í öflugustu útgáfu hans frá upphafi, með 5,0 lítra V8 vél sem er 550 hestöfl. Þessa vél má reyndar einnig finna í Range Rover Sport SVR og Jaguar F-Type R. Öflugasta gerð Range Rover bílsins var áður 510 hestöfl, en vélin í þeim bíl var í grunninn sama vél, en Land Rover hefur tekist að betrumbæta hana um 40 hestöfl. Með þessari vél er þessi stóri bíll aðeins 5,6 sekúndur í hundraðið en Range Rover Sport SVR með sömu vél er hálfri sekúndu sneggri sökum minni vigtar bílsins. Range Rover Autobiography er með aðra fjöðrun en grunngerðin og er hún fengin frá Special Vehicle Operations-deild Jaguar Land Rover og er bíllinn fyrir vikið 8 millimetrum lægri á vegi og er bíllinn með loftpúðafjöðrun. Að utan er bíllinn svo til eins í útliti, fyrir utan breytt grill, breytt loftinntök á hliðunum, sem eru Graphite Atlas gráar og aðrar merkingar utan á honum. Að innan má einnig sjá breytingar, meðal annars rauðstöguð sæti úr sérvöldu leðri. Range Rover Autobiography kostar um 25 milljónir í Bretlandi og er því ekki á færi meðaljónsins. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Land Rover fyrirtækið býður nú Range Rover bílinn í öflugustu útgáfu hans frá upphafi, með 5,0 lítra V8 vél sem er 550 hestöfl. Þessa vél má reyndar einnig finna í Range Rover Sport SVR og Jaguar F-Type R. Öflugasta gerð Range Rover bílsins var áður 510 hestöfl, en vélin í þeim bíl var í grunninn sama vél, en Land Rover hefur tekist að betrumbæta hana um 40 hestöfl. Með þessari vél er þessi stóri bíll aðeins 5,6 sekúndur í hundraðið en Range Rover Sport SVR með sömu vél er hálfri sekúndu sneggri sökum minni vigtar bílsins. Range Rover Autobiography er með aðra fjöðrun en grunngerðin og er hún fengin frá Special Vehicle Operations-deild Jaguar Land Rover og er bíllinn fyrir vikið 8 millimetrum lægri á vegi og er bíllinn með loftpúðafjöðrun. Að utan er bíllinn svo til eins í útliti, fyrir utan breytt grill, breytt loftinntök á hliðunum, sem eru Graphite Atlas gráar og aðrar merkingar utan á honum. Að innan má einnig sjá breytingar, meðal annars rauðstöguð sæti úr sérvöldu leðri. Range Rover Autobiography kostar um 25 milljónir í Bretlandi og er því ekki á færi meðaljónsins.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent