Kvikmyndaaðsókn í Kína dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Fréttablaðið/Getty Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira