Hagvöxtur jókst um einungis 0,2 prósent á öðrum ársfjórðungi í Japan, samkvæmt tölum sem birtust í morgun.
Erfiðleikar hafa verið til staðar í japanska efnahagslífinu í nokkur ár og lítið hefur gengið að auka vöxt í hagkerfinu sem og að draga úr verðlækkunum.
Styrking jensins undanfarin misseri hefur verið japönskum fyrirtækjum erfið. Gengi jensins hefur hækkað um átján prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er ári. Þetta hefur reynst fyrirtækjum í útflutningi sérstaklega erfitt. Útflutningur drógst saman á fjórðungnum, sem og fjárfesting í fyrirtækjum.
Kreppa var í japanska efnahagslífinu árið 2014 og hefur vöxtur í landinu verið sveiflukenndur eftir það. Seðlabankinn í Japan reyndi að sporna gegn kreppu meðal annars með því að vera með neikvæða stýrivexti, en allt hefur þetta borið lítinn árangur.
Hagvöxtur nær enginn í Japan
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent