Fyrrum stjórnarformaður Ferrari, Luca Cordero de Montezemolo, segir að ökuþórinn fyrrverandi, Michael Schumacher, sé loksins farinn að bregðast við meðferð.
Það hafa ekki verið neinar fréttir af bata Schumacher síðan hann slasaðist alvarlega í skíðaslysi árið 2013. Hann var sagður liggja í dái og ætti engan möguleika á því að komast til meðvitundar.
Fyrr á árinu komu fréttir af því að heilsu Schumacher hefði hrakað. Þá sagði Di Montezemolo að staðan á Schumacher væri ekki góð. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
„Það var mjög ánægjulegt að frétta af því að hann væri farinn að bregðast við meðferð. Ég veit hversu sterkur hann er. Ég er viss um að ákveðni hans muni skipta gríðarlegu máli er hann vinnur sig úr þessari erfiðu stöðu,“ sagði Di Montezemolo.
Nú er að vona að eitthvað sé að marka orð Di Montezemolo.