100.000 mílur Tesla leigubíls Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Tesla Model S leigubíllinn í Quebec. Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent