Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2016 12:51 Ertu búinn að prófa að nota Krókinn andstreymis í laxinum í sumar? Það hefur verið lítið vatn í ánum í sumar og erfitt að fá laxinn til að taka en það er auðvitað alltaf reynt og aldrei gefist upp. Það horfir þó til betri vegar síðustu daga en það hefur rignt aðeins á vesturlandinu sem hefur lyft ánum aðeins upp en takan hefur engu að síður verið erfið. Það eru nokkur ráð sem vert er að prófa og við höfum þegar getið nokkurra þeirra áður en þar á meðal er að nota allra minnstu flugurnar, minnka taumana og veiða hyljina frekar þétt. Það er eitt ráð sem eiginlega verður að minnast á í sömu andrá og það verður þá eiginlega að geta þess að það hefur oft verið notað með góðum árangri þegar allt annað bregst og það er andstreymis veiði. Það er um að gera að prófa að kasta upp í hyljina og láta flugurnar reka niður og þá sér í lagi í hyljum þar sem rennslið er hægt. Eitt er þó algengara og það er hreinlega að skipta út laxaflugu fyrir silungaflugur og þá sér í lagi þær sem eru þyngdar. Þú veiðir í raun alveg eins og þú værir að gera þegar þú veiðir silung andstreymis og það er ekkert verra að nota tökuvara. Þetta gefur oft mjög góða raun og þegar allt annað bregst er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði
Það hefur verið lítið vatn í ánum í sumar og erfitt að fá laxinn til að taka en það er auðvitað alltaf reynt og aldrei gefist upp. Það horfir þó til betri vegar síðustu daga en það hefur rignt aðeins á vesturlandinu sem hefur lyft ánum aðeins upp en takan hefur engu að síður verið erfið. Það eru nokkur ráð sem vert er að prófa og við höfum þegar getið nokkurra þeirra áður en þar á meðal er að nota allra minnstu flugurnar, minnka taumana og veiða hyljina frekar þétt. Það er eitt ráð sem eiginlega verður að minnast á í sömu andrá og það verður þá eiginlega að geta þess að það hefur oft verið notað með góðum árangri þegar allt annað bregst og það er andstreymis veiði. Það er um að gera að prófa að kasta upp í hyljina og láta flugurnar reka niður og þá sér í lagi í hyljum þar sem rennslið er hægt. Eitt er þó algengara og það er hreinlega að skipta út laxaflugu fyrir silungaflugur og þá sér í lagi þær sem eru þyngdar. Þú veiðir í raun alveg eins og þú værir að gera þegar þú veiðir silung andstreymis og það er ekkert verra að nota tökuvara. Þetta gefur oft mjög góða raun og þegar allt annað bregst er um að gera að prófa eitthvað nýtt.
Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði