Framtíðin á rúntinum með fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 14:12 BMW M2 og á eftir fylgja fornbílar. B&B Kristinsson Einn virkasti bílaklúbbur landsins er Krúser í Reykjavík sem hefur að aðalmarkmiði að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra. Á hverju fimmtudagskvöldi koma klúbbfélagarnir saman í höfuðstöðvum sínum á Ártúnsholtinu þar sem spjallað er um heima og geyma.Alls ekki ófögur sjónB&B KristinssonOg þegar vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir til að gleðja augu vegfarenda, ekki síst erlenda ferðamenn sem standa agndofa meðfram Laugavegi þegar hersingin ekur í átt til Hörpu þar sem staldrað er við frameftir kvöldi. Þar koma gestir og gangandi til að skoða dýrgripina og ræða við eigendurna, gjarnan til að fræðast um sögu bílanna.BMW i8 vakti eðlilega athygliB&B KristinssonÁ dögunum slóst framtíðin með í för með fortíðinni þegar nokkrir starfsmenn BL mættu á glæsilegum BMW bílum úr sýningarsal fyrirtækisins við Sævarhöfða. Þarna mætti rafmagnaði tvinnsportbíllinn BMW i8, sem er léttasti sportbíllinn á markaðnum og einungis rúmar 4 sekúndur í 100, og svo sportbíllinn M2 sem er hið fullkomna leikfang bílaáhugafólksins sem er líka aðeins rúmar 4 sekúndur í hundraðið.Enginn illa bílandi þarna.B&B KristinssonÓhætt er að segja að bílarnir hafi vakið lukku þeirra sem urðu á vegi þeirra ásamt hinum víðfrægu öldungum sem muna tímana tvenna. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Einn virkasti bílaklúbbur landsins er Krúser í Reykjavík sem hefur að aðalmarkmiði að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra. Á hverju fimmtudagskvöldi koma klúbbfélagarnir saman í höfuðstöðvum sínum á Ártúnsholtinu þar sem spjallað er um heima og geyma.Alls ekki ófögur sjónB&B KristinssonOg þegar vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir til að gleðja augu vegfarenda, ekki síst erlenda ferðamenn sem standa agndofa meðfram Laugavegi þegar hersingin ekur í átt til Hörpu þar sem staldrað er við frameftir kvöldi. Þar koma gestir og gangandi til að skoða dýrgripina og ræða við eigendurna, gjarnan til að fræðast um sögu bílanna.BMW i8 vakti eðlilega athygliB&B KristinssonÁ dögunum slóst framtíðin með í för með fortíðinni þegar nokkrir starfsmenn BL mættu á glæsilegum BMW bílum úr sýningarsal fyrirtækisins við Sævarhöfða. Þarna mætti rafmagnaði tvinnsportbíllinn BMW i8, sem er léttasti sportbíllinn á markaðnum og einungis rúmar 4 sekúndur í 100, og svo sportbíllinn M2 sem er hið fullkomna leikfang bílaáhugafólksins sem er líka aðeins rúmar 4 sekúndur í hundraðið.Enginn illa bílandi þarna.B&B KristinssonÓhætt er að segja að bílarnir hafi vakið lukku þeirra sem urðu á vegi þeirra ásamt hinum víðfrægu öldungum sem muna tímana tvenna.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent