Sjálfakandi Volvo leigubílar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:52 Volvo leigubíll frá Uber. Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent
Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent