Vinnustöðvun í verksmiðjum Volkswagen vegna deilna við birgja Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 10:36 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent