Eystri Rangá komin í 2000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2016 13:13 2.000 laxinn úr Eystri Rangá í sumar Mynd: Estri Rangá FB Eystri Rangá fór feyknavel af stað í byrjun sumars í klakveiðinni og framhaldið hefur ekki verið síðra. Það hefur verið einstaklega gott hlutfall af tveggja ára laxi í Eystri Rangá og það er ekki auðveldlega komið tölu á laxa sem eru yfir 85 sm í veiðibókinni. Í gær kom svo lax númer 2.000 á land en það var erlendur veiðimaður sem naut liðsinnis Arnórs Laxfjörð, sem er leiðsögumaður við Eystri, sem landaði grálúsugum 80 sm hæng en sá tók Bizmo á Dýjanesbreiðu. Alls komu 27 laxar á land í gær og hefur veiðin síðustu daga verið nokkuð jöfn. SMálaxinn hefur verið að sýna sig í auknum mæli sem er vonandi vísir á að það haldist góð veiði út tímabilið. Skilyrðin hafa verið mjög góð og gaman að segja frá því að litlu flugurnar eru ekki að gefa stóru túpunum neitt eftir. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði
Eystri Rangá fór feyknavel af stað í byrjun sumars í klakveiðinni og framhaldið hefur ekki verið síðra. Það hefur verið einstaklega gott hlutfall af tveggja ára laxi í Eystri Rangá og það er ekki auðveldlega komið tölu á laxa sem eru yfir 85 sm í veiðibókinni. Í gær kom svo lax númer 2.000 á land en það var erlendur veiðimaður sem naut liðsinnis Arnórs Laxfjörð, sem er leiðsögumaður við Eystri, sem landaði grálúsugum 80 sm hæng en sá tók Bizmo á Dýjanesbreiðu. Alls komu 27 laxar á land í gær og hefur veiðin síðustu daga verið nokkuð jöfn. SMálaxinn hefur verið að sýna sig í auknum mæli sem er vonandi vísir á að það haldist góð veiði út tímabilið. Skilyrðin hafa verið mjög góð og gaman að segja frá því að litlu flugurnar eru ekki að gefa stóru túpunum neitt eftir.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði