Volt slær við Leaf vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 08:35 Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa lengi barist um hylli kaupenda rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent