Volt slær við Leaf vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 08:35 Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa lengi barist um hylli kaupenda rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent