Þrjátíu milljón bíla sala í Kína árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 13:57 Kína er langstærsti bílasölumarkaður heims. Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent