Orustan um Alsír Þorvaldur Gylfason skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Marokkó þykir mörgum vera eitt merkilegasta landið í Afríku, 100 sinnum fjölmennara land en Ísland, sjö sinnum stærra að flatarmáli og tekur á móti 10 milljónum ferðamanna á ári víðs vegar að. Nokkru austar á norðurströnd álfunnar miklu er Túnis, miklu minna land og mannfærra og tekur á móti sex milljónum ferðamanna á ári. Túnis er eina landið þar sem arabíska vorið 2011 fékk að verða að sumri. Höfundum nýrrar stjórnarskrár í Túnis voru veitt friðarverðlaun Nóbels 2015. Milli þessara tveggja landa, Marokkó og Túnis, liggur stærsta land álfunnar, Alsír, meira flæmi en Kongó. Þangað koma fáir ferðamenn. Austan við Alsír og Túnis liggur Líbía, risavaxið eyðimerkurland líkt og Marokkó og Alsír en miklu fámennara. Líbía er kennslubókardæmi um land sem varð olíuauði sínum að bráð. Hæstráðandi í Líbíu frá 1969 þar til hann var drepinn í beinni útsendingu 2011 var Muammar Gaddafi, sturlaður harðstjóri. Ætla má að honum hefði verið steypt af stóli miklu fyrr hefði hann ekki getað gengið um olíulindir landsins eins og sína einkaeign og keypt menn til fylgilags við sig. Þegar bundinn var endi á ógnarstjórn hans 2011 stóð ekki steinn yfir steini: landið var bókstaflega rjúkandi rúst. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að miðla málum milli stríðandi fylkinga.Við frelsuðum landið, ekki fólkið Marokkó og Túnis eiga engar olíulindir og mega kannski þakka fyrir það, en öðru máli gegnir um Alsír. Alsír var á allra vörum í frelsisstríði landsmanna gegn Frökkum 1954-1962, styrjöld sem kostaði eina milljón alsírskra mannslífa. Stríðinu er lýst í einni frægustu kvikmynd allra tíma, Orustan um Alsír frá 1966. Svo trúverðug þykir myndin á tjaldinu að margir halda að hún hljóti að vera fréttamynd frekar en leikin kvikmynd, en leikstjórinn, Ítali, sór það af sér. Orustunni um Alsír lauk með sigri Frakka, en stríðinu lyktaði með sigri heimamanna. Við tók herstjórn Alsírbúa sjálfra 1962. Öryggislögreglan hefur æ síðan ásamt hernum og forsetanum haft öll ráð í hendi sér. Mikilvægar ákvarðanir eru teknar fyrir luktum dyrum. Þingið er sýndarþing. Margir heimamenn segja nú rösklega hálfri öld eftir sjálfstæðistökuna 1962: „Við frelsuðum landið, ekki fólkið.“ Sem minnir á Arnald þegar hann segir við Sölku Völku: „Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjunum.“Lýðræði á langt í land Venjulegt fólk í Alsír er að vonum óánægt með stjórnarfarið og spillinguna. Þegar íslamistum óx svo fiskur um hrygg að þeir virtust stefna á sigur í þingkosningum 1991 aflýsti ríkisstjórnin kosningunum. Upp hófst þá grimmileg borgarastyrjöld sem stóð í meira en áratug og kostaði 150 til 200 þúsund mannslíf auk ótalinna annarra fórnarlamba. Margir flúðu land. Stríðinu lauk með sigri stjórnarinnar en ókyrrð kraumar enn undir yfirborðinu. Flestir þekkja einhvern sem hvarf eða sætti pyndingum. Abdelaziz Bouteflika hefur verið forseti frá 1999, en hann er aldurhniginn og heilsuveill, safnar heilablóðföllum og sést nú orðið sárasjaldan meðal fólks. Olía er að heita má eina útflutningsafurðin og aðaltekjulind ríkisins. Alsírbúar kunna m.ö.o. ekki að framleiða neitt sem aðrar þjóðir kæra sig um að kaupa annað en olíu. Tíð mótmæli á götum úti, stundum dag eftir dag, bera lítinn árangur. Lögreglan er fjölmenn. Stjórnarandstaðan er sundruð.Tómur sjóður Nú þegar olíuverð hefur lækkað um meira en helming á heimsmarkaði kemur babb í bátinn. Skuldir ríkisins hrannast upp. Olíusjóðurinn er tómur. Ríkisstjórnin reynir að kaupa sér frið með ýmsum umbótatilburðum, en fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast. Forsetinn óskaði þingmönnum til hamingju með staðfestingu nýrrar stjórnarskrár 2011 áður en þeir greiddu atkvæði um hana. Enginn veit hvað við tekur þegar forsetinn fellur frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Marokkó þykir mörgum vera eitt merkilegasta landið í Afríku, 100 sinnum fjölmennara land en Ísland, sjö sinnum stærra að flatarmáli og tekur á móti 10 milljónum ferðamanna á ári víðs vegar að. Nokkru austar á norðurströnd álfunnar miklu er Túnis, miklu minna land og mannfærra og tekur á móti sex milljónum ferðamanna á ári. Túnis er eina landið þar sem arabíska vorið 2011 fékk að verða að sumri. Höfundum nýrrar stjórnarskrár í Túnis voru veitt friðarverðlaun Nóbels 2015. Milli þessara tveggja landa, Marokkó og Túnis, liggur stærsta land álfunnar, Alsír, meira flæmi en Kongó. Þangað koma fáir ferðamenn. Austan við Alsír og Túnis liggur Líbía, risavaxið eyðimerkurland líkt og Marokkó og Alsír en miklu fámennara. Líbía er kennslubókardæmi um land sem varð olíuauði sínum að bráð. Hæstráðandi í Líbíu frá 1969 þar til hann var drepinn í beinni útsendingu 2011 var Muammar Gaddafi, sturlaður harðstjóri. Ætla má að honum hefði verið steypt af stóli miklu fyrr hefði hann ekki getað gengið um olíulindir landsins eins og sína einkaeign og keypt menn til fylgilags við sig. Þegar bundinn var endi á ógnarstjórn hans 2011 stóð ekki steinn yfir steini: landið var bókstaflega rjúkandi rúst. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að miðla málum milli stríðandi fylkinga.Við frelsuðum landið, ekki fólkið Marokkó og Túnis eiga engar olíulindir og mega kannski þakka fyrir það, en öðru máli gegnir um Alsír. Alsír var á allra vörum í frelsisstríði landsmanna gegn Frökkum 1954-1962, styrjöld sem kostaði eina milljón alsírskra mannslífa. Stríðinu er lýst í einni frægustu kvikmynd allra tíma, Orustan um Alsír frá 1966. Svo trúverðug þykir myndin á tjaldinu að margir halda að hún hljóti að vera fréttamynd frekar en leikin kvikmynd, en leikstjórinn, Ítali, sór það af sér. Orustunni um Alsír lauk með sigri Frakka, en stríðinu lyktaði með sigri heimamanna. Við tók herstjórn Alsírbúa sjálfra 1962. Öryggislögreglan hefur æ síðan ásamt hernum og forsetanum haft öll ráð í hendi sér. Mikilvægar ákvarðanir eru teknar fyrir luktum dyrum. Þingið er sýndarþing. Margir heimamenn segja nú rösklega hálfri öld eftir sjálfstæðistökuna 1962: „Við frelsuðum landið, ekki fólkið.“ Sem minnir á Arnald þegar hann segir við Sölku Völku: „Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjunum.“Lýðræði á langt í land Venjulegt fólk í Alsír er að vonum óánægt með stjórnarfarið og spillinguna. Þegar íslamistum óx svo fiskur um hrygg að þeir virtust stefna á sigur í þingkosningum 1991 aflýsti ríkisstjórnin kosningunum. Upp hófst þá grimmileg borgarastyrjöld sem stóð í meira en áratug og kostaði 150 til 200 þúsund mannslíf auk ótalinna annarra fórnarlamba. Margir flúðu land. Stríðinu lauk með sigri stjórnarinnar en ókyrrð kraumar enn undir yfirborðinu. Flestir þekkja einhvern sem hvarf eða sætti pyndingum. Abdelaziz Bouteflika hefur verið forseti frá 1999, en hann er aldurhniginn og heilsuveill, safnar heilablóðföllum og sést nú orðið sárasjaldan meðal fólks. Olía er að heita má eina útflutningsafurðin og aðaltekjulind ríkisins. Alsírbúar kunna m.ö.o. ekki að framleiða neitt sem aðrar þjóðir kæra sig um að kaupa annað en olíu. Tíð mótmæli á götum úti, stundum dag eftir dag, bera lítinn árangur. Lögreglan er fjölmenn. Stjórnarandstaðan er sundruð.Tómur sjóður Nú þegar olíuverð hefur lækkað um meira en helming á heimsmarkaði kemur babb í bátinn. Skuldir ríkisins hrannast upp. Olíusjóðurinn er tómur. Ríkisstjórnin reynir að kaupa sér frið með ýmsum umbótatilburðum, en fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast. Forsetinn óskaði þingmönnum til hamingju með staðfestingu nýrrar stjórnarskrár 2011 áður en þeir greiddu atkvæði um hana. Enginn veit hvað við tekur þegar forsetinn fellur frá.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun