Líkur á að sölumetið á bílamarkaði frá 2005 verði slegið í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 15:12 Salan gæti náð 21.000 bíla markinu í ár, en til þess þurfa að meðaltali að seljast 1.200 bílar í þeim mánuðum sem eftir eru af árinu. Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent