Útihátíð, jibbý Óttar Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 06:00 Undanfarið hafa geysað deilur um tilkynningaskyldu varðandi glæpi um Verslunarmannahelgi. Eiga lögregluembættin að láta fjölmiðla vita strax af öllum brotum eða má það bíða þar til rannsókn mála sé lokið? Í þessari umræðu er gengið út frá því að um hverja Verslunarmannahelgi sé nokkrum nauðgað, margir lamdir til óbóta og þjófar og fíkniefnasalar leiki lausum hala. Það er reyndar ósköp eðlileg ályktun. Ég var á árum áður læknir á tveimur eða þremur útihátíðum og fékk að sannreyna allt ruglið, bullið og hryllinginn sem fjölmiðlar skýra ekki frá. Uppskriftin að góðri útihátíð er einföld. Safnað er saman sem flestum á þröngu, afmörkuðu svæði og boðið uppá einhver skemmtiatriði. Ætlast er til þess að fólk drekki sig ofurölvi alla dagana frá morgni til kvölds. Gróðinn er gífurlegur og auglýsingamennskan háþróuð. Það gefur auga leið að ofbeldi og alls konar óhugnaður blómstra við þessar aðstæður. Náttúran er söm við sig og áfengi hefur um aldir verið smurningur í samskiptum kynjanna. Fólk daðrar og ögrar hvert öðru í dansi og brekkusöng og tjöldin halda ekki drukknu ofbeldisfólki úti í ágústnóttinni. Þetta leiðir óhjákvæmilega til ofbeldis og kynlífs þar sem mismikilli nauðung er beitt. Þolendur vilja vísa skömminni heim til gerandans. En hvernig væri að láta hana ganga til þeirra sem bera ábyrgð þessum fjöldasamkomum. Bakhliðin er ömurleg eins og allir í sjúkratjöldunum hafa sannreynt. Menn geta endalaust rifist um tilkynningaskyldu stjórnvalda. Væri ekki nær að velta því fyrir sér hver græðir á þessu gegndarlausa fylleríi þar sem nauðganir, slys og grátur og tannagnístran eru óhjákvæmilegur fórnarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Undanfarið hafa geysað deilur um tilkynningaskyldu varðandi glæpi um Verslunarmannahelgi. Eiga lögregluembættin að láta fjölmiðla vita strax af öllum brotum eða má það bíða þar til rannsókn mála sé lokið? Í þessari umræðu er gengið út frá því að um hverja Verslunarmannahelgi sé nokkrum nauðgað, margir lamdir til óbóta og þjófar og fíkniefnasalar leiki lausum hala. Það er reyndar ósköp eðlileg ályktun. Ég var á árum áður læknir á tveimur eða þremur útihátíðum og fékk að sannreyna allt ruglið, bullið og hryllinginn sem fjölmiðlar skýra ekki frá. Uppskriftin að góðri útihátíð er einföld. Safnað er saman sem flestum á þröngu, afmörkuðu svæði og boðið uppá einhver skemmtiatriði. Ætlast er til þess að fólk drekki sig ofurölvi alla dagana frá morgni til kvölds. Gróðinn er gífurlegur og auglýsingamennskan háþróuð. Það gefur auga leið að ofbeldi og alls konar óhugnaður blómstra við þessar aðstæður. Náttúran er söm við sig og áfengi hefur um aldir verið smurningur í samskiptum kynjanna. Fólk daðrar og ögrar hvert öðru í dansi og brekkusöng og tjöldin halda ekki drukknu ofbeldisfólki úti í ágústnóttinni. Þetta leiðir óhjákvæmilega til ofbeldis og kynlífs þar sem mismikilli nauðung er beitt. Þolendur vilja vísa skömminni heim til gerandans. En hvernig væri að láta hana ganga til þeirra sem bera ábyrgð þessum fjöldasamkomum. Bakhliðin er ömurleg eins og allir í sjúkratjöldunum hafa sannreynt. Menn geta endalaust rifist um tilkynningaskyldu stjórnvalda. Væri ekki nær að velta því fyrir sér hver græðir á þessu gegndarlausa fylleríi þar sem nauðganir, slys og grátur og tannagnístran eru óhjákvæmilegur fórnarkostnaður.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun