Fyrsta lotan var róleg og eftir bókinni. Í henni féllu Sauber ökumennirnir út ásamt Manor ökumönnunum. Auk þeirra féllu út Danil Kvyat á Toro Rosso og Kevin Magnussen á Renault.
Mercedes lét ekki bíða eftir sér í annarri lotu. Hamilton og Rosberg voru fyrstir út. Þeir tóku forystuna í annarri lotu strax í upphafi.
Manor ökumennirnir voru með mesta hámarkshraðan. Það dugaði þeim þó ekki til að komast upp úr annarri lotu.
Í annarri lotu duttu út: Jolyon Palmer á Renault, ásamt Haas ökumönnunum ásamt McLaren ökumönnunum og Carlos Sainz á Toro Rosso.
Fernando Alonso á McLaren kvartaði yfir Vettel í talstöðinni. „Annar Ferrari bíllinn kostaði mig hellings tíma.“ McLaren liðið svaraði sínum manni með því að segja að þau skyldu ekkert hvað Vettel hefði verið að gera.
Þriðja lotan fór af stað og Vettel setti besta tímann sem Kimi Raikkonen bætti og Max Verstappen á Red Bull tók svo af þeim. Hamilton tók svo ráspólin af þeim.
Rosberg hætti við sína fyrstu tilraun og fór inn á þjónustusvæðið. Liðið sagði að rafmangsvandamál hafi komið upp í bílnum. Það var þó fljót lagað og hann fór beint út aftur.
Í loka atlögunni að ráspól var spennan mikil. Rosberg hafði leitt allar æfingarnar og Hamilton var staðráðinn í að ná ráspól.
Rosberg kom út aftur og setti tíma sem var rúmum tíunda úr sekúndu hraðari en tími Hamilton. Bretinn var því kominn undir pressu fyrir sína síðustu atlögu. Hamilton átti ekki svar og Rosberg tók ráspól á heimavelli.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.