Þriðjungur af þróunarfé Audi í rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 09:22 Audi E-Tron rafmagnsbíll. Autoblog Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum. Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar. Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent